Við búum í útlöndum

Leikaraparið Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir eru flutt til Prag. Þetta er í fyrsta skiptið á sinni fullorðinsævi sem þau búa í útlöndum. Þetta hlaðvarp er þeirra saga. Og svo fær Arnaldur Snær, 4 ára, auðvitað líka að vera með!

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Friday Nov 22, 2024

Í þætti dagsins sköpuðust svo eldheitar umræður að það byrjaði að gjósa meðan við tókum upp! En í dag tölum við um listnám Gumma. Tékka og vasaklútana þeirra. Þráhyggjur og ótta Gumma og Blævar í margmenni. Svo er rosalegt (en að vísu rangt) Orð Dagsins.
Tékkið á Alfreð og Giggó! Og fylgið okkur á Instagram: @utlondpodcast
Og svona í lokin er gaman að láta fylgja með episode description sem gervigreindin bjó til eftir að hafa hlustað á þáttinn. Það er óskiljanlegt hvernig gervigreindinni tókst það, en eftirfarandi er nákvæm útlistun á því sem talað er um í þættinum: 
In this episode, Gummi and Blær dive into the amusing cultural differences they've encountered while living abroad. They hilariously discuss the art of nose-blowing etiquette in the Czech Republic versus Iceland and the intricacies of personal space, leading to a lighthearted debate on spatial awareness.
Amidst the laughs, the duo shares their experiences with the local climate and heating challenges, offering insights into the European way of conserving warmth during chilly months. They also explore the ups and downs of studying and working in a foreign land, touching on the joys and pressures of academic life and the pursuit of artistic endeavors.
With a dash of humor and a sprinkle of nostalgia, Gummi and Blær offer a cozy glimpse into their expatriate life, inviting listeners to join them in navigating the quirks and charms of their new home. Enjoy the episode, sponsored by Alfred!

Fyrstu kynnin

Friday Nov 15, 2024

Friday Nov 15, 2024

Gummi og Blær eru komin til Prag og ætla að njóta þess til hins ítrasta. Blær er að læra tékknesku en Gummi er alltaf í þessu listnámi. Hér fara þau yfir fyrstu dagana í útlöndum hvað er líkt með borgunum tveimur. Reykjavík og Prag. Svo er orð dagsins með Arnaldi Snæ að sjálfsögðu á sínum stað og einn nýr liður og TVÖ ný stef!! Það er allt að gerast!! 
Þátturinn er í boði Alfreð, kíkið á Alfreð og Giggó ef þið viljið auglýsa eða finna vinnu. 
Og endilega fylgið okkur á Instagram: @utlondpodcast

Að fara út

Thursday Nov 07, 2024

Thursday Nov 07, 2024

Gummi og Blær hafa búið allt sitt líf á Íslandi. Og nú búa þau í útlöndum, nánar til tekið í Prag. Í þessum fyrsta þætti fara þau yfir ákvörðunina um að flytja, flutningana sjálfa og fyrstu dagana í nýju landi. Er það ávísun á sjálfshatur að leigja út íbúðina sína? Er eðlilegt að fá fimm spurningar um piss í inntökuprófi í leiklistarskóla? Okkar allra besti maður, Arnaldur Snær er líka með liðinn: Orð dagsins.
Þátturinn er í boði Alfreð. Tékkið á Alfreð og Giggó öppunum! Mjög sniðug! 
Og eeeendilega fylgið okkur á Instagram. @utlondpodcast

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125